Leikmaður Liverpool dæmdur fyrir árásina

Jon Flanagan.
Jon Flanagan. AFP

Jon Flanagan, leikmaður Liverpool, kom fyrir rétt í dag þar sem hann var dæmdur fyrir líkamsárás sem átti sér stað rétt fyrir jól þegar hann réðst á kærustu sína.

Flanagan var kærður fyrir árásina og hann játaði strax sök í málinu. Hann á að hafa hrint henni upp að vegg og sparkað í hana á meðan hún lá á jörðinni. Atvikið gerðist úti á götu og náðist á öryggismyndavél. Fyrir rétti í dag var hann dæmdur til 12 mánaða samfélagsþjónustu.

Flanagan, sem er 24 ára gamall, hefur aðeins komið við sögu í einum bikarleik með aðalliði Liverpool á þessu tímabili en spilaði sex leiki með Burnley á síðustu leiktíð sem lánsmaður.

Hann hefur spilað 40 deildarleiki með Liverpool og hefur í þeim skorað eitt mark og þá á hann einn leik að baki með enska A-landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert