Aron frá í þrjár vikur til viðbótar

Aron Einar Gunnarsson verður klár á ný eftir nokkrar vikur.
Aron Einar Gunnarsson verður klár á ný eftir nokkrar vikur. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er enn að glíma við meiðsli í ökkla eftir aðgerð sem hann gekkst undir fyrir áramót. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Arons hjá Cardiff City, segir hann kláran eftir að minnsta kosti þrjár vikur.

„Aron lítur betur út en hann er enn með umbúðir utan um ökklann. Hann verður frá í 3-4 vikur til viðbótar," sagði Warnock við breska fjölmiða í dag. 

Aron Einar er búinn að vera frá keppni síðan 21. nóvember. Cardiff er í 3. sæti ensku B-deildarinnar með 50 stig eftir 27 leiki. 

mbl.is