Verra þegar van Persie fór

Van Persie í leik með Arsenal.
Van Persie í leik með Arsenal. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir brotthvarf Alexis Sánchez frá félaginu sé ekki eins slæmt og þegar Robin van Persie yfirgaf félagið árið 2012. Allt bendir til þess að Sánchez gangi í raðir Manchester United á næstu dögum.

Van Persie fór sömu leið árið 2012 er United keypti framherjann á 24 milljónir punda. Henrikh Mkhitaryan mun fara í hina áttina, nái Arsenal samkomulagi um kaup og kjör við Armenann.

„Van Persie lék með varaliði Feyenoord þegar við keyptum hann. Það tók tíma að gera hann að því sem hann varð og því var það mjög svekkjandi að missa hann," sagði Wenger um hollenska framherjann. 

„Stuðningsmennirnir okkar vita að Alexis mun ekki framlengja samninginn sinn. Það er ekki eins svekkjandi þegar við fáum leikmann inn í staðinn. Leikmaðurinn sem við fáum í staðinn er ekki síðri," sagði Wenger að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert