Agüero sá um Newcastle

Sergio Agüero fagnar fyrsta marki sínu í dag.
Sergio Agüero fagnar fyrsta marki sínu í dag. AFP

Argentínski framherjinn Sergio Agüero gerði öll mörk Manchester City í 3:1-sigri á Newcastle á heimavelli sínum í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Agüero kom City yfir á 34. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Kevin De Bruyne og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu með marki úr víti eftir að Javier Manquillo braut á Raheem Sterling innan teigs. 

Newcastle minnkaði muninn fjórum mínútum síðar er Jacob Murphy slapp einn inn fyrir og kláraði vel. Agüero gulltryggði City hins vegar verðskuldaðan sigur á 83. mínútu eftir magnaðan sprett Leroy Sané. 

Manchester City náði 12 stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar á ný með sigrinum en Newcastle er í 15. sæti, aðeins tveimur stigum fyrir ofan Southampton sem er í fallsæti.

Man. City 3:1 Newcastle opna loka
90. mín. Dwight Gayle (Newcastle) á skalla sem fer framhjá Gott skallafæri en boltinn fer langt framhjá. Þarna átti framherjinn að gera mun betur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert