Þurfum tíu sigra í viðbót

Pep Guardiola fylgist spenntur með sínum mönnum í dag.
Pep Guardiola fylgist spenntur með sínum mönnum í dag. AFP

„Við þurfum tíu sigra í viðbót til að verða meistarar,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, í samtali við BBC eftir 3:1-sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum náði City 12 stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar 14 leikir eru eftir.

Sergio Agüero skoraði öll mörk City í sannfærandi sigri. Guardiola var ánægður með sóknarleik lærisveina sinna.

„Við verðum að sækja á lið eins og Newcastle, Southampton, West Ham og Bournemouth, lið sem spila með fimm í vörninni. Þetta snýst ekki um að skora mörg mörk, þetta snýst um að skapa færi og hversu mikið markmaðurinn okkar þarf að verja,“ sagði Spánverjinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert