Segir að City þurfi ekki fleiri sóknarmenn

Agüero fór á kostum í gær.
Agüero fór á kostum í gær. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sóknarmaðurinn Sergio Agüero hafi sannað fyrir stjóranum að hann þurfi ekki að kaupa sóknarmann í janúar. Agüero skoraði öll þrjú mörkin í 3:1-sigri City á Newcastle í gær.

Talið var að City ætlaði að krækja í sóknarmanninn Alexis Sánchez en úr því verður ekki og er Sánchez á leið til Manchester United.

„Við ætlum ekki að kaupa sóknarmann vegna þess að við höfum Agüero og eftir þrjár vikur kemur Gabriel Jesus aftur,“ sagði Gurdiola í gær en sóknarmaðurinn Gabriel Jesus snýr líklega til baka eftir meiðsli snemma í febrúar.

Agüero er með sérstaka hæfileika og ég er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd,“ bætti Guardiola við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert