Tottenham komst ekki upp að hlið Liverpool

Davinson Sanchez niðurlútur eftir sjálfsmarkið sitt.
Davinson Sanchez niðurlútur eftir sjálfsmarkið sitt. AFP

Southampton og Tottenham gerðu 1:1-jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Davinson Sánchez kom Southampton yfir með sjálfsmarki á 15. mínútu og þremur mínútum síðar jafnaði Harry Kane og þar við sat.

Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn í lokin en inn vildi boltinn ekki. Með sigri hefði Tottenham farið upp í 47 stig og jafnað Liverpool að stigum í 4. sæti. Síðasti sigurleikur Southampton kom 26. nóvember á síðasta ári og er liðið í 18. sæti, fallsæti, með 22 stig. 

Harry Kane skoraði sitt 20. mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í dag og er hann markahæstur, tveimur mörkum á undan Mohamed Salah, leikmanni Liverpool. 

Southampton 1:1 Tottenham opna loka
90. mín. Tottenham fær hornspyrnu Lamela á skot í varnarmann og aftur fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert