Sánchez og Mkhitaryan löglegir í Evrópukeppninni

Alexis Sánchez og Henrikh Mkhitaryan.
Alexis Sánchez og Henrikh Mkhitaryan. Ljósmynd/twitter

Alexis Sánchez og Henrikh Mkhitaryan eru báðir löglegir með sínum nýju liðum í Evrópukeppninni.

Sánchez, sem fór frá Arsenal til Manchester United, má spila með United í Meistaradeildinni en liðið mætir spænska liðinu Sevilla í 16-liða úrslitunum. Sílemaðurinn samdi við Manchester-liðið til fjögurra ára.

Mkhitaryan, sem fór frá Manchester United til Arsenal, má spila með Arsenal í Evrópudeildinni en mótherjar Arsenal í 32-liða úrslitunum verður sænska liðið Östersund. Armeninn skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert