Sánchez til United og Mkhitaryan til Arsenal

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. Ljósmynd/manutd.com

Sílemaðurinn Alexis Sánchez er orðinn leikmaður Manchester United en gengið var frá félagaskiptum hans frá Arsenal nú rétt í þessu. Samningur Sánchez er til fjögurra og hálfs ár.

Þá er Armeninn Henrikh Mkhitaryan kominn í herbúðir Arsenal frá Manchester United en félagaskipti hans voru kláruð nú undir kvöld. Samningur hans er til þriggja og hálfs ár.

„Ég er spenntur yfir því að vera kominn í stærsta félagið í heimi. Ég hef átt þrjú og hálft yndisleg ár hjá Arsenal og ég kem tek með mér jákvæaðar minningar frá því frábæra félagi og stuðningsmönnum.

Tækifærið til að spila á sögufrægum velli og að vinna með José Mourinho var eitthvað sem ég gat ekki hafnað. Ég er mjög stoltur yfir því að verða fyrsti Sílemaðurinn til að spila með aðalliði Manchester United og ég vona að ég get sýnt stuðningsmönnum félagsins út um allan heim hvers vegna það vildi fá mig hingað,“ sagði Sánchez í viðtali á vef Manchester United en hann mun klæðast í treyju númer 7.

Henrikh Mkhitaryan í búningi Arsenal.
Henrikh Mkhitaryan í búningi Arsenal. Ljósmynd/arsenal.com

„Alexis er einn af bestu sóknarmönnunum í heimi og hann mun falla vel inn í okkar ungu og hæfileikaríku sóknarlínu. Hann kemur með metnað inn í félagið, drifkraft og sterkan persónuleika. Ég vil óska Henrikh velfarnaðar og ég veit að hann á eftir að standa sig vel. Hann er leikmaður sem við munum aldrei gleyma og sérstaklega fyrir það sem gerði fyrir okkur í sigrinum í Evrópudeildinni,“ segir José Mourinho, stjóri United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert