Aðeins þrír skorað meira en Sánchez

Alexis Sanchez er kominn til Man. United.
Alexis Sanchez er kominn til Man. United. AFP

Alexis Sánchez, sem í gær var formlega kynntur sem nýr leikmaður Manchester United, sló sannarlega í gegn hjá sínum fyrrum vinnuveitendum í Arsenal.

Sánchez gekk í raðir Arsenal frá Barcelona árið 2014 og hefur síðan þá skorað 60 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað meira í deildinni á þeim tíma en það eru Harry Kane með 96 mörk, Sergio Agüero með 86 mörk og Romelu Lukaku, nú liðsfélagi Sánchez, með 64 mörk.

Þá hefur enginn annar leikmaður Arsenal skorað jafn mörg mörk né komið að jafn mörgum mörkum og Sánchez gerði eftir að hann kom til félagsins. Í öllum keppnum skoraði hann 80 mörk og kom alls að 121 marki, svo skarð hans ætti að vera vandfyllt hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert