Leikmenn Everton eru hræddir smástrákar

Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney eru meðal stjarna Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney eru meðal stjarna Everton. AFP

„Ábyrgðarleysið í liðinu er ótrúlegt og leikmenn verða að fara að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir,“ segir Michael Ball, fyrrverandi leikmaður Everton, um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga hjá liðinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Everton hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu en náði þó að rétta úr kútnum þegar Sam Allardyce tók við af Ronald Koeman í nóvember. Það er þó ekki nóg að mati Ball, sem lék með Everton árin 1996-2001.

„Um leið og leikmennirnir ganga út á völlinn þá eru þeir eins og smástrákar. Þeir horfa sífellt hver á annan í von um að einhver annar taki af skarið. Sýnið smá áræðni og leiðtogahæfni,“ segir Ball í pistli sem hann birti um stöðu liðsins þar sem hann er harðorður.

„Þetta eru hræddir fótboltamenn sem eru ekki að axla ábyrgð. Og í þeirri stöðu er svo miklu erfiðara að ætla sér að vinna einhverja leiki,“ segir Ball.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert