Mkhitaryan þarf tvö treyjunúmer hjá Arsenal

Henrikh Mkhitaryan í búningi Arsenal.
Henrikh Mkhitaryan í búningi Arsenal. Ljósmynd/arsenal.com

Henrikh Mkhitaryan, sem gekk í raðir Arsenal frá Manchester United í gær, er í óvenjulegri stöðu hvað treyjunúmer varðar hjá sínu nýja félagi.

Mkhitaryan mun leika í treyju númer 7 í ensku úrvalsdeildinni, en það er treyjan sem Alexis Sánchez lék í. Hann fór sem kunnugt er til Manchester United í skiptum fyrir Mkhitaryan, en þar kemur babb í bátinn.

Þar sem Sánchez lék í treyju númer 7 hjá Arsenal í Evrópudeildinni má Mkhitaryan ekki leika með það númer fyrir Arsenal í keppninni, heldur verður að bera nýtt númer. Ekki er búið að opinbera hvað það verður.

Báðir eru þeir löglegir með liðum sínum í Evrópu. Sánchez má spila með United gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á meðan Arsenal mætir Östersund í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert