Neville ráðinn þjálfari Englendinga

Phil Neville, til hægri, ásamt Gary Neville bróður sínum.
Phil Neville, til hægri, ásamt Gary Neville bróður sínum. AFP

Phil Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu og leikmaður Manchester United og Everton, var í kvöld ráðinn þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Neville, sem er 41 árs gamall hefur reynslu af þjálfun hjá Manchester United, Valencia og hjá U21 ára landsliði Englands.

Neville tekur við þjálfun landsliðsins af Mo Marley sem var ráðinn tímabundið í starfið eftir að Mark Sampson var rekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert