Segir Sánchez hafa farið fyrir peninga

Alexis Sánchez er kominn til Manchester United frá Arsenal.
Alexis Sánchez er kominn til Manchester United frá Arsenal. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var þráspurður á fréttamannafundi í morgun um brotthvarf Alexis Sánchez frá félaginu en hann gekk sem kunnugt er í raðir Manchester United í gær.

„Ég hef engar áhyggjur, þegar leikmenn eru komnir á ákveðinn aldur og vilja fara þá þarf að virða það. Sánchez er frábær náungi og hann var alltaf með hugann við Arsenal meðan hann var hér,“ sagði Wenger en hafði sína skoðun á því af hverju Sílemaðurinn hafi viljað fara.

„Hann er 29 ára gamall og var kannski að fara að skrifa undir sinn síðasta stóra samning á ferlinum. Peningalega séð þá var þetta mikilvægur tímapunktur. Hann er einnig að fara í stórt félag og maður getur skilið af hverju atvinnumaður vill sameina þessa tvo eiginleika,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert