Henry neitar að hafa sagt Sánchez að fara

Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. AFP

Thierry Henry, goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í knattspyrnu, hefur neitað því að hafa átt þátt í því að Alexis Sánchez yfirgaf félagið og gekk í raðir Manchester United á dögunum.

Sánchez sagði eftir vistaskiptin að hann hefði talað við Henry um málið. „Ég man eftir samtali sem ég átti við Henry, sem yfirgaf félagið sitt af sömu ástæðu og nú er komið að mér,“ sagði Sánchez, en Henry yfirgaf Arsenal fyrir Barcelona árið 2007.

„Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að fara til Manchester United fyrr en ég sá það bara í fjölmiðlum eins og allir aðrir,“ sagði Henry, sem var mikið gagnrýndur af stuðningsmönnum Arsenal eftir ummæli Sánchez.

Henry var í átta ár hjá Arsenal en eftir að hann fór til Barcelona vann hann spænsku 1. deildina tvívegis og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Thierry Henry er nú sparkspekingur Sky Sports.
Thierry Henry er nú sparkspekingur Sky Sports. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert