Flott endurkoma hjá Spurs - Létt hjá City

Harry Kane að skora fyrir Tottenham í kvöld.
Harry Kane að skora fyrir Tottenham í kvöld. AFP

Tottenham á góða möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslitin eftir 2:2 jafntefli á útvelli gegn Ítalíumeisturum Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester City er hins vegar nánast 100% öruggt áfram eftir 4:0 útsigur á móti Basel.

Juventus fékk óskabyrjun en liðið komst í 2:0 eftir 9 mínútna leik. Gonnzalo Higuaín skoraði eftir aðeins 78 sekúndur og hann bætti svo öðru marki við skömmu síðar.

Tottenham lét ekki slá sig út af laginu þrátt fyrir þetta kjaftshögg í byrjun leiks. Tottenham náði smátt og smátt tökum á leiknum á 35. mínútu minnkaði Harry Kane metin fyrir enska liðið og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora framhjá Gianluigi Buffon á þessu ári.

Higuaín fékk gullið tækifæri til að fullkomna þrennuna á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Hann fór þá aftur á vítapunktinn en þrumaði boltanum í slánna. Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun.

Það færðist meira ró yfir seinni hálfleikinn. Tottenham var áfram sterkara liðið og Daninn Christian Eriksson, sem fagnar 26 ára afmæli sínu á morgun, jafnaði verðskuldað metin fyrir Tottenham á 72. mínútu leiksins. Eftir það gerðist fátt markvert og liðin sættust á jafntefli.

Ilkay Gündogan fagnar marki í kvöld en hann skoraði tvö ...
Ilkay Gündogan fagnar marki í kvöld en hann skoraði tvö mörk gegn Basel. AFP

Frábært lið Manchester City hélt uppteknum hætti og tók Basel í kennslustund. City gerði út um leikinn með níu mínútna kafla í fyrri hálfleik en liðið skoraði þá þrjú mörk sem þeir Ilkay Gündogan, Bernardo Silva og Sergio Agüero skoruðu.

Gündogan innsiglaði svo stórsigur Manchester-liðsins þegar hann skoraði sitt annað mark á 54. mínútu leiksins. Lærisveinar Pep Guardiola geta því farið að búa sig undir 8-liða úrslitin.

Juventus 2:2 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið +2 Góð úrslit fyrir Tottenham. Manchester City er öruggt áfram eftir 4:0 útisigur gegn Basel.
mbl.is