Jón Daði valinn sá besti

Jón Daði Böðvarsson fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn ...
Jón Daði Böðvarsson fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Stevena­ge í síðustu viku. Ljósmynd/.readingfc.co.uk

Stuðningsmenn enska B-deildarliðsins Reading hafa valið landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson sem leikmann janúarmánaðar.

Jón Daði fór mikinn með liði Reading í janúar en hann skoraði fimm mörk í mánuðinum. Markið sem hann skoraði á móti Stevena­ge í ensku bikarkeppninni var valið mark mánaðarins af stuðningsmönnum Reading en tvö af mörkum hans voru tilnefnd.

Jón Daði og félagar fara í vikunni til Spánar þar sem þeir ætla að æfa við betri aðstæður og undirbúa sig fyrir sex leiki á 18 dögum. Næsti leikur Reading er á þriðjudaginn í næstu viku en þá sækir liðið Nottingham Forest heim.

mbl.is