Ryan Mason neyðist til að hætta

Höggið sem batt enda á feril Ryan Mason.
Höggið sem batt enda á feril Ryan Mason. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Ryan Mason hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna, 26 ára gamall, vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir í leik með Hull gegn Chelsea á síðasta ári. Mason lék einn landsleik fyrir England.

Mason höfuðkúpubrotnaði eftir samstuð við Gary Cahill, leikmann Chelsea, og þurfti hann að fara í aðgerð í kjölfarið. Margir óttuðust um Mason eftir atvikið og var hann um tíma hætt kominn á spítala. 

Miðjumaðurinn hóf ferilinn hjá Tottenham, en fór til Hull árið 2016 og var um tíma dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann lék 20 leiki fyrir Hull og skoraði tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert