Sané óvænt í hópnum í kvöld

Leroy Sané.
Leroy Sané. AFP

Þjóðverjinn Leory Sané er óvænt í leikmannahópi Manchester City í kvöld þegar liðið sækir Basel heim í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Sané varð fyrir ökklameiðslum seint í síðasta mánuði og var reiknað með að hann yrði frá keppni í sex vikur en hann hefur verið fljótari að ná sér heldur en reiknað var með og er í leikmannahópi City í kvöld.

„Hann er ekki 100% en hann verður með okkur í leiknum á móti Basel. Hann vill hjálpa okkur. Sjúkraþjálfarar okkar hafa unnið gott starf,“ segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

mbl.is