„Úrslitin voru kannski fullkomin“

Leikmenn Manchester City fagna frábærum sigri gegn Basel í kvöld.
Leikmenn Manchester City fagna frábærum sigri gegn Basel í kvöld. AFP

„Úrslitin voru kannski fullkomin en eins og við spiluðum leikinn er enn margt sem við eigum eftir að sanna,“ sagði þýski landsliðsmaðurinn Ilkay Gündog­an sem skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 4:0 útisigri gegn Basel í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

„Þetta er Meistaradeildin sem er alltaf erfið. Við héldum marki okkar hreinu sem var það mikilvægasta eftir þessi mörk sem við skoruðum. Þetta virtist vera þægilegt fyrir okkur en Basel fékk færi til að skora,“ sagði Gündog­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert