„Þetta voru frábær úrslit“

Christian Eriksen fagnar marki sínu í kvöld.
Christian Eriksen fagnar marki sínu í kvöld. AFP

„Við erum sannfærðir um að við eigum möguleika að komast áfram á Wembley,“ sagði Daninn Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, eftir 2:2 jafntefli sinna manna gegn Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

„Við mættum í þann leik fullir sjálfstrausts og við hlökkum mikið til leiksins,“ sagði Eriksen sem jafnaði metin í 2:2 með skoti beint úr aukaspyrnu eftir að Tottenham hafði lent 2:0 undir eftir níu mínútna leik.

„Við sýndum hvað við höfum gert á útivelli í Meistaradeildinni og þetta var mikill karakter í liðinu,“ sagði Harry Kane, sem skoraði fyrra mark Tottenham. Hann hefur þar með skorað 7 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og hann jafnaði Steven Gerrard frá tímabilinu 2007-08 en þeir eru þeir enskir leikmenn sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni.

Frammistaðan hjá okkur var mögnuð eftir þessa vondu byrjun og við förum með tvö útimörk til Wembley. Þetta voru frábær úrslit.“

mbl.is