Gylfi og félagar farnir til Dubai

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í liði Everton héldu til Dubai í dag þar sem liðið mun dvelja við æfingar í fimm daga í hitanum í borginni við Persaflóann.

Everton á ekki leik fyrr en um aðra helgi en um komandi verður spilað í ensku bikarkeppninni. Everton féll úr leik í bikarnum eftir svekkjandi tap á móti grönnum sínum í Liverpool þar sem Gylfi jafnaði metin fyrir Everton í 1:1 áður en Virgil van Dijk skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.

Everton, sem vann góðan 3:1 sigur gegn Crystal Palace um síðustu helgi þar sem Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað, sækir Watford heim annan laugardag.

Everton er í 9. sæti deildarinnar með 34 stig og hefur sett stefnuna á að klifra hærra upp stigatöfluna á næstu vikum en eftir leikinn við Watford mæti Everton liðum Burnley, Brighton og Stoke.

mbl.is