Metjöfnun hjá Liverpool

Leikmenn Liverpool fögnuðu oft í kvöld.
Leikmenn Liverpool fögnuðu oft í kvöld. AFP

5:0 sigur Liverpool gegn Porto á Drekavöllum í kvöld var jöfnun á meti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Bayern München vann Sporting, 5:0, á útivelli í febrúar 2009 og Real Madrid vann Schalke á útivelli með sama mun í febrúar 2014.

Liverpool er það lið sem hefur skorað flestu mörkin í Meistaradeildinni á þessu tímabilinu en þau eru nú orðin 28 talsins.

Ósigur Porto í kvöld er sá stærsti hjá liðinu á heimavelli í Evrópukeppni frá upphafi og þetta er í fyrsta sinn sem liðið fær meira en 3 mörk á sig í Evrópukeppni frá upphafi.

mbl.is