Stutt í endurkomu Bailly

Eric Bailly, varnarmaður Manchester United.
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United. AFP

Stutt er í endurkomu hjá Fílabeinsstrandarmanninum Eric Bailly í lið Manchester United en miðvörðurinn hefur verið frá keppni síðustu þrjá mánuði vegna meiðsla í nára og á ökkla.

Bailley er byrjaður að æfa á fullu með Manchester-liðinu og hann gæti verið klár fyrir leik liðsins gegn Sevilla þegar liðin eigast við í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Spáni í næstu viku.

Miðverðir United-liðsins, þeir Paul Jones og Chris Smalling, hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðuna í síðustu leikjum og annar þeirra gæti þurft að víkja fyrir Bailly þegar hann verður orðinn leikfær.

United verður næst í eldlínunni á laugardagskvöldið en þá sækir það Huddersfield heim í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þegar liðin mættust í deildinni á heimavelli Huddersfield fyrr á tímabilinu fagnaði Huddersfield óvæntum sigri.

mbl.is