Þeir drekka ekki - Þetta er önnur kynslóð

Jürgen Klopp var ánægður með sína stráka í kvöld.
Jürgen Klopp var ánægður með sína stráka í kvöld. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld í sjöunda himni yfir frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld.

Spurður að því hvort frammistaða liðsins hafi verið fullkomin sagði Þjóðverjinn;

„Já það má kannski segja það. En við sýndum mikla fagmennsku í leik okkar. Við vorum árásargjarnir, þéttir fyrir í vörninni, áttum góðar skyndisóknir og héldum boltanum vel.

Ég sá frábæra frammistöðu og það er ekki hægt að ná úrslitum eins og þessum nema allir séu í góðum gír. Ég tel að Andrew Robertsson hafi átt magnaðan leik og loksins komu góðu fyrirgjafirnar frá honum. Mané var að sjálfsögðu maður leiksins og enn og aftur var vinnuframlag Firmino stórkostlegt,“ sagði Klopp.

Spurður út í ferð Liverpool-liðsins til í hitann til Marbella á morgun sagði Klopp;

„Ef þú heldur að það snúist um alkahól þá drekka þeir ekki. Þetta er önnur kynslóð. Þeir geta vakað svolítið lengur en ég held að þeir séu þreyttir og muni fá góðan svefn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert