Ógnvekjandi hversu góður Salah er

Mohamed Salah skoraði glæsilegt mark í vikunni gegn Porto í …
Mohamed Salah skoraði glæsilegt mark í vikunni gegn Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar en Liverpool vann leikinn 5:0. AFP

Robbie Fowler, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool og goðsögn hjá félaginu, segir það vera ógnvekjandi hversu vel Egyptinn Mohamed Salah hefur leikið með Liverpool á tímabilinu.

Salah var keyptur fyrir 34,3 milljónir punda frá ítalska liðinu Roma í sumar og hefur skorað 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er marki á eftir Harry Kane hjá Tottenham. Salah hefur skorað 30 mörk í öllum keppnum.

„Það hefði enginn getað ímyndað sér þetta gerast. Það vissu allir að hann var góður leikmaður en að vera kominn á þann stað sem hann er svona fljótt er ógnvekjandi,” sagði Fowler við Sky Sports.

„Ég er stuðningsmaður Liverpool ég vil að Liverpool skori fullt af mörkum og vil að hann skori fullt af mörkum. Ég vil að Liverpool verði sigursælt og ef hann heldur þessu áfram erum við (Liverpool) á góðri leið,“ sagði Fowler en hann skoraði á sínum tíma 183 mörk fyrir Liverpool í 369 leikjum frá 1993-2001 og aftur frá 2006-2007.

Robbie Fowler lék um árabil með Liverpool.
Robbie Fowler lék um árabil með Liverpool.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert