C-deildarlið sló Man. City út

Will Grigg fagnað eftir að hann skoraði markið dýrmæta gegn …
Will Grigg fagnað eftir að hann skoraði markið dýrmæta gegn Manchester City í kvöld. AFP

Wigan gerði sér lítið fyrir og sló efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Manchester City, út úr ensku bikarkeppninni í kvöld með 1:0-sigri á heimavelli.

Wigan, sem leikur í C-deild, er því komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar og mætir þar Southampton. Manchester City á aftur á móti ekki lengur möguleika á að vinna „fernuna“ á þessari leiktíð.

Norður-Írinn frægi Will Grigg skoraði eina mark leiksins í kvöld á 79. mínútu. Miklu munaði um það fyrir City að Fabian Delph var rekinn af velli með beint rautt spjald fyrir sólatæklingu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. City-menn sóttu þó mun meira allan leikinn en Grigg nýtti sér slæm varnarmistök Kyle Walker til að skora markið sem skildi liðin að.

Wigan hefur merkilegt tak á Manchester City en liðið vann óvæntan sigur á City, 1:0, í úrslitaleik bikarkeppninnar vorið 2013. Það er í fyrsta og eina skiptið sem liði sem fellur úr efstu deild verður bikarmeistari á sama tímabili.

Will Grigg skorar sigurmarkið gegn Man. City.
Will Grigg skorar sigurmarkið gegn Man. City. AFP
Fabian Delph fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri …
Fabian Delph fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert