Hefur aldrei skorað á móti Chelsea

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Það verður sannkallaður stórleikur á Stamford Bridge annað kvöld þegar Englandsmeistarar Chelsea taka á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá hefur Lionel Messi aldrei tekist að skora mark gegn Chelsea í Evrópuleik. Messi hefur mætt Chelsea átta sinnum og hefur ekki tekist að finna netmöskvana í þær 655 mínútur sem hann hefur spilað gegn Lundúnaliðinu. Í þessum átta leikjum hefur Messi aðeins einu sinni verið í sigurliði.

Barcelona hefur aðeins tapað einum af 38 leikjum sínum í öllum keppnum á leiktíðinni og er með sjö stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar. Það hefur hins vegar gengið á ýmsu hjá Chelsea-liðinu á leiktíðinni. Englandsmeistararnir hafa tapað sex leikjum í deildinni og eru í fjórða sætinu, 19 stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert