Kroos efstur á óskalista Mourinho

Toni Kroos.
Toni Kroos. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því að þýski landsliðsmaðurinn Toni Kroos, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid, sé efstur á óskalistanum hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, til að fylla skarð Michael Carrick þegar hann hættir hjá félaginu.

Carrick hyggst leggja skóna á hilluna í sumar og fara í nýtt hlutverk hjá Manchester-liðinu en hann mun verða í þjálfarateymi Mourinho á næstu leiktíð.

Kroos, sem er 28 ára gamall, var nálægt því að ganga í raðir Manchester United árið 2014 en miðjumaðurinn frábæri endaði í herbúðum Real Madrid. Hann er sagður opinn fyrir því að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert