Agüero verður ekki refsað

Sergio Agüero í vígahug eftir leikinn gegn Wigan.
Sergio Agüero í vígahug eftir leikinn gegn Wigan. Ljósmynd/twitter

Sergio Agüero, framherji Manchester City, sleppur við refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína er City tapaði fyrir C-deildarliði Wigan, 1:0, í FA-bikarnum í gærkvöld.

Eft­ir leik­inn þustu stuðnings­menn Wig­an inn á völl­inn og fögnuðu sín­um mönn­um eft­ir sig­ur­inn magnaða. Tapið fór illa í leik­menn og stuðnings­menn Cit og Agüero var mjög í kast­ljós­inu, en hann sló til stuðnings­manns Wig­an. Marg­ir kölluðu eft­ir því að Agüero yrði úr­sk­urðaður í langt keppn­is­bann.

Enska knattspyrnusambandið tók málið fyrir í dag, en Agüero hefur haldið því fram að stuðningsmaður Wigan hafi hrækt á hann og hrópað að honum ókvæðisorð. Agüero verður ekki sérstaklega refsað, en bæði félögin eiga yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa ekki náð að stjórna leikmönnum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert