Eiður einn af þrettán (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho fagna marki Eiðs gegn Chelsea …
Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho fagna marki Eiðs gegn Chelsea árið 2006. AFP

Það bíða margir spenntir eftir viðureign Englandsmeistara Chelsea og Barcelona sem mætast á Stamford Bridge í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Chelsea og Barcelona hafa mæst 13 sinnum í Meistaradeildinni þar sem Chelsea er taplaust í síðustu sjö rimmum liðanna, hefur unnið tvo leiki og gert fimm jafntefli. Barcelona hefur ekki gengið vel á Brúnni og hefur aðeins einu sinni fari með sigur af hólmi í sex leikjum þar og argentínski töframaðurinn Lionel Messi hefur ekki vegnað vel gegn Lundúnaliðinu en í átta leikjum sem hann hefur spilað á móti Chelsea í Meistaradeildinni hefur honum ekki tekist að skora.

Eiður Smári í leik með Chelsea.
Eiður Smári í leik með Chelsea. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er einn 13 leikmanna sem hefur spilað með báðum liðum og hann skoraði fyrsta mark Chelsea í 4:2 sigri Chelsea gegn Barcelona í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum árið 2005 þar sem Chelsea hafði betur samanlagt, 5:4. Eiður skoraði svo ári seinna mark Barcelona í 2:2 jafntefli á móti Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

 

 Leikmennirnir 13 sem hafa spilað með Chelsea og Barcelona eru:

Eiður Smári Guðjohnsen
Pedro
Cesc Fábregas
Mark Hughes
Juliano Belletti
Samuel Eto'o
Oriel Romeu
Winston Bogarde
Deco
Albert Ferrer
Ricardo Quaresma
Boudewijn Zenden
Emmanuel Petit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert