Eiður Smári: Minntu mig á Ísland á EM

Leikmenn Wigan fagnar markinu gegn City í gær.
Leikmenn Wigan fagnar markinu gegn City í gær. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen var einn sparkspekinga á Sky Sports í gærkvöld þar sem hann ræddi meðal annars um tap Manchester City gegn Wigan í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær.

„Þetta er svolítið högg fyrir City en þetta er ekkert hræðilegt. Þú notar næsta leik til að koma til baka og aftur á rétta sporið. Ég held að þetta tap hafi engin áhrif á liðið. Þú vilt auðvitað vera að berjast á öllum vígstöðvum en þetta er ekkert hræðilegt fyrir City-liðið,“ sagði Eiður Smári, sem lék undir stjórn Pep Guardiola hjá Barcelona en Guardiola er sem kunnugt er knattspyrnustjóri Manchester City.

„Guardiola er vonsvikinn. Kannski ekki yfir því hvernig lið hans spilaði. Ég held að það hafi ekki skort viljann hjá liðinu og viðhorf leikmanna var mjög gott en það nýtti ekki færi sín í leiknum. City tók smá áhættu og skildi svæði eftir fyrir aftan og þegar þú mætir liði sem hefur mikinn vilja eins og lið Wigan sýndi þá gerði það City erfitt fyrir. Wigan minnti mig svolítið á íslenska liðið á Evrópumótinu. Liðið var mjög vel skipulagt og verðskuldaði að komast áfram,“ sagði Eiður Smári.

Sjá Eið Smára í viðtalinu á Sky Sports

mbl.is