Bellamy fær fyrsta stjórastarfið

Craig Bellamy er í þjálfarateymi Cardiff.
Craig Bellamy er í þjálfarateymi Cardiff. Ljósmynd/Heimasíða Cardiff

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Craig Bellamy er nálægt því að taka við fyrsta starfi sínu sem knattspyrnustjóri. Enska C-deildarfélagið Oxford United hefur rætt við Walesverjann.

Bellamy er sem stendur í þjálfarateymi Neil Warnock hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff. Oxford rak Spánverjann Pep Clotet í síðasta mánuði og samkvæmt BBC mun Bellamy vera ráðinn á næstu dögum.

Bellamy lék á sínum tíma 78 leiki fyrir Wales og var hann leikmaður liða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle á löngum ferli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert