Of snemmt að dæma

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Manchester United mætir að nýju til leiks í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar liðið mætir spænska liðinu Sevilla á útivelli. José Mourinho, stjóri United, segir of snemmt að dæma um möguleika United til að fara alla leið í Meistaradeildinni ár.

United var síðast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá sló Manchester-liðið gríska liðið Olympiakos úr leik áður en það tapaði fyrir Bayern München í átta liða úrslitunum.

„Venjulega segi ég að Meistaradeildardraumurinn hefjist í kringum átta liða úrslitin og ekki fyrr. Ég hugsaði aldrei um að vinna með Porto og Inter áður en við náðum að komast í átta liða úrslitin.

Sum félög eru núna meira tilbúin að vinna en þegar þú kemst í átta liða úrslitin þá finna liðin að allt getur gerst,“ sagði Mourinho á fréttamannafundi á Sanchez Pizjuan-vellinum í Sevilla í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert