Fer Salah fram úr Suárez?

Mohamed Salah fagnar einu af mörkum sínum á tímabilinu.
Mohamed Salah fagnar einu af mörkum sínum á tímabilinu. AFP

Takist Egyptanum Mohamed Salah að skora fyrir Liverpool í leiknum gegn West Ham á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun jafnar hann árangur Luiz Suárez tímabilið 2013-14.

Suárez skoraði 31 mark í öllum keppnum tímabilið 2013-14 og var nálægt því að tryggja Liverpool langþráðan titil. Mörkin skoraði hann í 37 leikjum. Eftir tímabilið var Úrúgvæinn seldur til Barcelona þar sem hann hefur haldið áfram að salla inn mörkunum.

Salah, sem hefur farið á kostum með Liverpool á leiktíðinni, hefur skorað 30 mörk í þeim 36 leikjum sem hann hefur spilað á tímabilinu.

Vinni Liverpool sigur gegn West Ham kemst liðið upp í annað sæti deildarinnar, alla vega um stundarsakir, en United, sem er tveimur stigum á undan Liverpool, tekur á móti Chelsea á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert