Guardiola kærður fyrir gulan borða

Hér má sjá Guardiola með gula borðann.
Hér má sjá Guardiola með gula borðann. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var í dag kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir lítinn gulan borða sem hann var með á með sér er City tapaði óvænt fyrir Wigan í enska bikarnum í vikunni.

Með borðanum er Guardiola að styðja við bakið á stjórnmálamönnum frá Katalóníu sem dúsa á bak við lás á Spáni, en Guardiola er fæddur í Katalóníu. Mikill hiti hefur verið á milli Katalóníu og annarra svæða á Spáni, þar sem Katalónía vildi sjálfstæði frá þjóðinni. 

Knattspyrnusambandið er ósátt við að Spánverjinn sé að koma pólitískum skoðunum opinberlega á framfæri, en Guardiola hefur tvívegis verið áminntur fyrir sama brot. 

mbl.is