Hvað gera meistararnir á Old Trafford?

José Mourinho, stjóri Man. Utd og Antonio Conte, stjóri Chelsea, …
José Mourinho, stjóri Man. Utd og Antonio Conte, stjóri Chelsea, leiða saman hesta sína á sunnudaginn. AFP

Stórleikur 28. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina verður án efa leikur Manchester United og Englandsmeistara Chelsea sem eigast við á Old Trafford í Manchester á sunnudaginn.

Bæði lið eru í baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. United er í öðru sæti deildarinnar með 56 stig en Chelsea er í fjórða sætinu með 53.

Spánverjinn Álvaro Morata skoraði eina mark leiksins þegar Chelsea hafði betur á heimavelli gegn United í nóvember.

Liverpool getur skotist upp í annað sætið á morgun en vinni liðið West Ham kemst Liverpool stigi fyrir ofan erkifjendur sína í United.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða í eldlínunni á morgun. Gylfi og félagar sækja Watford heim í síðdegisleiknum og Jóhann Berg og samherjar hans freista þess að vinna sinn fyrsta leik í langan tíma þegar þeir fá Southampton í heimsókn.

Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni:

Laugardagur:
12.30 Leicester - Stoke
15.00 Bournemouth - Newcastle
15.00 Brighton - Swansea
15.00 Burnley - Southampton
15.00 Liverpool - West Ham
15.00 WBA - Huddersfield
17.30 Watford - Everton

Sunnudagur:
12.00 Crystal Palace - Tottenham
14.05 Manchester United - Chelsea

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert