Jose Fonte seldur til Kína

Jose Fonte í síðasta leik sínum með West Ham.
Jose Fonte í síðasta leik sínum með West Ham. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jose Fonte hefur verið seldur frá West Ham til Dalian Yafang fyrir um fimm milljónir punda. Fonte kom til West Ham frá Southampton í janúar á síðasta ári fyrir átta milljónir punda en hefur lítið fengið að spila á þessari leiktíð.

Miðvörðurinn lék síðast í 2:2-jafntefli gegn Crystal Palace í október. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, segir Fonte hafa viljað yfirgefa félagið svo hann ætti meiri möguleika á að komast í HM hópinn hjá Portúgal. 

mbl.is