Stjórar Arons og Harðar ekki vinir

Neil Warnock er ekki hrifinn af stjóra Johnson-feðgunum.
Neil Warnock er ekki hrifinn af stjóra Johnson-feðgunum. AFP

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, er ekki feiminn við að tjá sig um Lee Johnson, knattspyrnustjóra Harðar Björgvins Magnússonar hjá Bristol City, en þeir eru ekki sérlega góðir vinir. Cardiff og Bristol City mætast í ensku B-deildinni á sunnudaginn kemur. 

Warnock er hvorki hrifinn af Lee Johnson, né pabba hans, Gary Johnson, en hann var á árum áður stjóri Bristol City. „Johnson-feðgarnir eru báðir duglegir að tjá sig en ég hef lítinn áhuga á hvað þeir hafa að segja,“ sagði Warnock á fréttamannafundi fyrir leikinn. 

Ósættið á milli Warnock og Gary Johnson byrjaði árið 2009 er Warnock var stjóri Crystal Palace. Leiddu þeir saman hesta sína á heimavelli Bristol City og endaði leikurinn með 1:0-sigri Bristol-liðsins. Palace skoraði mark í leiknum sem ekki var dæmt gilt og var Warnock allt annað en sáttur. 

„Allir sáu að þetta var mark og Gary vissi það sjálfur að hann fékk á sig mark,“ sagði Warnock um atvikið, sem er nokkuð frægt. Freddie Sears skoraði þá augljóst mark, en á einhvern ótrúlegan hátt misstu dómarar leiksins hreinlega af því.

Aron Einar Gunnarsson verður ekki með í leiknum vegna meiðsla og óvíst er um þátttöku Harðar, sem varð fyrir smávægilegum meiðslum í síðasta leik. 

Lee Johnson er stjóri Bristol City.
Lee Johnson er stjóri Bristol City. AFP
mbl.is