Vinnur Guardiola fyrsta titilinn á Englandi?

Mesut Özil og Leroy Sané verða í eldlínunni á Wembley …
Mesut Özil og Leroy Sané verða í eldlínunni á Wembley á sunnudaginn. AFP

Úrslitaleikurinn í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu fer fram á Wembley á sunnudaginn þegar Manchester City og Arsenal leiða saman hesta sína.

Bæði lið töpuðu leikjum sínum í vikunni. Arsenal lá fyrir sænska liðinu Östersund í Evrópudeildinni á heimavelli í gærkvöld, 2:1, og Manchester City tapaði mjög óvænt fyrir C-deildarliðinu Wigan, 1:0, í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Arsenal vann deildabikarinn síðast árið 1993 en Manchester City vann þennan titil síðast fyrir tveimur árum. Arsenal hefur tvívegis orðið deildabikarmeistari en Manchester City hefur fjórum sinnum fagnað sigri í keppninni.

Arsenal hefur gengið illa á móti svokölluðu stóru liðum á tímabilinu en uppskera liðsins er aðeins 6 stig af 24 mögulegum en City hefur fengið 15 stig af 21 mögulegu. Pep Guardiola stefnir á að vinna sinn fyrsta titil á Englandi en kollegi hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, hefur í tíð sinni hjá Lundúnaliðinu unnið Englandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum og bikarmeistaratitilinn sjö sinnum.

Líkleg byrjunarlið:

Arsenal: Ospina, Bellerin, Mustafi, Koscielny, Monreal, Xhaka, Ramsey, Wilshere, Welbeck, Ozil, Aubameyang.

Manchester City: Bravo, Walker, Kompany, Otamendi, Zinchenko, Fernandinho, Silva, De Bruyne, Sterling, Sane, Agüero.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert