Jóhann Berg að skila flestum stigum

Jóhann Berg Guðmundsson mætir Southampton í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson mætir Southampton í dag. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt frábæra leiktíð fyrir enska úrvalsdeildarliðið Burnley og verið einn besti leikmaður liðsins. Twitter-síða ensku úrvalsdeildarinnar minnti á mikilvægi Jóhanns Berg fyrir Burnley í gær.

Þar kemur fram að þær fimm stoðsendingar sem Jóhann Berg á í deildinni hafa skilað Burnley níu stigum sem er það mesta sem einn leikmaður hefur skilað liðum beint. 

Að auki hefur Jóhann Berg skorað tvö mörk í deildinni, gegn Liverpool og Manchester City.

Jóhann Berg og félagar mæta Southampton í dag kl. 15:00.

mbl.is