Liverpool upp í 2. sæti - Burnley getur ekki unnið

Mohamed Salah skoraði sitt 23. mark í ensku úrvalsdeildinni í …
Mohamed Salah skoraði sitt 23. mark í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alex Oxlade-Chamberlain fagnar hér með honum en hann átti afar góðan leik í dag. AFP

Liverpool fór upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 4:1 sigri á West Ham í dag. Emre Can, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane skiptu mörkunum á milli sín í dag hjá heimamönnum.

Liverpool hefur 57 stig, stigi meira en Manchester United sem á leik til góða en liðið mætir Chelsea, sem er í 4. sætinu með 53 stig, á morgun.

Emre Can kom Liverpool yfir á 29. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Liverpool hafði sótt talsvert meira en West Ham eins og við var að búast en Salah skaut í stöng skömmu eftir að flautað var til leiks. Marko Arnautovic átti einnig hættulegt skot í slá á 15. mínútu.

Emre Can fagnar marki sínu í dag.
Emre Can fagnar marki sínu í dag. AFP

Staðan í hálfleik var 1:0 en vörn West Ham opnaðist meira í síðari hálfleiknum. Strax á 50. mínútu Skoraði Mohamed Salah sitt 23. mark í deildinni og jafnaði hann þar með Harry Kane. Kane á leik til góða á Salah hins vegar.

Roberto Firmino var næstur á lista markaskorara á 57. mínútu eftir að hann afgreiddi boltann í markið eftir góðan undirbúning frá Alex Oxlade Chamberlain, 3:0.

Leikmenn Liverpool fagna í dag.
Leikmenn Liverpool fagna í dag. AFP

Michael Antonio kom inn á sem varamaður strax í kjölfa marksins og skoraði mark West Ham aðeins mínútu eftir að hann kom inn á eftir að Emre Can hafði misst boltann á slæmum stað á miðjunni, 3:1.

Sadio Mané skaut í stöng á 74. mínútu eftir góðan undirbúing á ný frá Chamberlain en brást ekki bogalistin þremur mínútum síðar er hann afgreiddi fyrirgjöf Andrew Robertson í netið, 4:1 og urðu það lokatölur.

Burnley getur ekki unnið

Það stefndi í afar langþráðan sigur hjá Burnley gegn Southampton en liðið virðist einfaldlega ekki getað unnið knattspyrnuleiki þessa dagana. Ítalinn Manolo Gabbiadini skoraði jöfnunarmark Southampton á 90. mínútu en áður hafði Ashley Barnes komið liðinu í 1:0. Síðasti sigur liðsins var gegn Stoke þann 12. desember en frá þeim tíma hefur liðið leiki 12 leiki án þess að sigra.. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley sem hefur 37 stig í 7. sæti. Southampton hefur 27 stig í 16. sæti.

Burnley vann síðast leik 12. desember 2017.
Burnley vann síðast leik 12. desember 2017. AFP

Newcastle missti tveggja marka forystu á síðustu mínútunum

Bournemouth og Newcastle gerðu 2:2 jafntefli en það var framherjinn Dwight Gayle sem kom gestunum úr norðri í 2:0 á 17. og 45. mínútu. Bournemoth, sem hefur verið á miklu skriði eftir áramót, játaði sig þó ekki sigrað og tvö síðbúin mörk frá Adam Smitih á 80. mínútu og Dan Gosling á 89. mínútu jöfnuðu leikinn. Bournemouth hefur 32 stig í 10. sæti en Newcasatle 29 stig í 15. sæti.

Murray kominn í 10 mörk

Hinn 34 ára gamli Glenn Murray sýndi hvers hann er megnugur og skoraði tvö mörk í 4:1 sigri Brighton á Swansea. Kappinn er kominn með 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Brighton hefur 31 stig í 11. sæti en Swansea 27 stig í 18. sæti. Þá vann Huddersfield 2:1-sigur á botnliði WBA sem stefnir rakleiðis niður en liðið er í botnsætinu með 20 stig og er sjö stigum frá öruggu sæti er 10 umferðir eru eftir. Huddersfield hefur 30 stig í 14. sæti.

Glenn Murray fagnar síðara marki sínu í dag.
Glenn Murray fagnar síðara marki sínu í dag. AFP



Liverpool 4:1 West Ham opna loka
90. mín. Leik lokið Liverpool vinnur West Ham, 4:1, og kemur sér upp í 2. sætið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert