Þriðji sigur City á fimm árum?

Mikið mæðir á Arsenalstjóranum Arsene Wenger (t.h) þessa dagana vegna …
Mikið mæðir á Arsenalstjóranum Arsene Wenger (t.h) þessa dagana vegna slaks gengis liðsins. AFP

Arsenal og Manchester City mætast í dag í 58. úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu en flautað verður til leiks á Wembley-leikvanginum í London klukkan 16.

Manchester City freistar þess að vinna deildabikarinn í þriðja sinn á fimm árum, eftir að hafa hampað honum 2014 og 2016, en City vann hann áður 1970 og 1976.

Arsenal hefur tvívegis unnið keppnina en 25 ár eru liðin frá síðasta sigri, árið 1993. Áður vann Arsenal árið 1987 og hefur því aldrei hreppt þennan titil undir stjórn Arsenes Wengers. Hinsvegar hefur Arsenal tapað flestum úrslitaleikjum allra félaga í keppninni, fimm talsins, og Wenger tveimur þeirra, 2007 og 2011.

Fjögur félög eru sigursælli en Manchester City í deildabikarnum. Liverpool hefur unnið hann oftast, átta sinnum, síðast árið 2012, og jafnfrant spilað flesta úrslitaleiki keppninnar, tólf talsins. Síðasti sigur Liverpool var árið 2012.

Manchester United, Aston Villa og Chelsea hafa unnið deildabikarinn fimm sinnum hvert félag en United sigraði á síðasta tímabili og vann þá Southampton, 3:2, í úrslitaleiknum. Tottenham og Nottingham Forest hafa sigrað fjórum sinnum, eins og Manchester City.

Aston Villa var fyrsti sigurvegarinn árið 1961 og vann þá Rotherham, 3:2 samanlagt í tveimur leikjum, en úrslitaleikirnir voru tveir fyrstu sex árin. Fyrst var leikið til úrslita á Wembley 1967. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert