Eitt markið gæti dugað

Vincenzo Montella.
Vincenzo Montella. AFP

Vincenzo Montella þjálfari spænska liðsins Sevilla segir að eitt mark geti dugað til að slá Manchester United út en liðin mætast á Old Trafford í kvöld í síðari viðureigninni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Liðin skildu jöfn, 0:0, í fyrri leiknum í Sevilla fyrir hálfum mánuði þar sem David de Gea markvörður United kom í veg fyrir ósigur Manchester-liðsins.

„Þetta er sérstakur leikur því við getum komist í átta liðin úrslitin. Þetta er sérstakur leikur fyrir mig og félagið því 60 ár eru liðin frá því Sevilla komst síðast í átta liða úrslit. Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur en það er gott sjálfstraust í mínu liði. Manchester United er frábært lið sem á sér mikla sögu. Við þurfum að gera okkar allra besta og það gæti dugað fyrir okkur að skora bara eitt mark,“ sagði Montella á fréttamannafundi í dag.

Manchester United hefur aðeins tapað einu sinni gegn spænsku liði á heimavelli í Meistaradeildinni í 9 leikjum. Það var gegn Real Madrid tímabilið 2012-13.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla