Erfitt hjá Birki og Jóni Daða

Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason spiluðu í dag.
Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason spiluðu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson áttu erfitt uppdráttar með liðum sínum ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Reading og Jón Daði töpuðu 3:0 fyrir Wolves og Birkir Bjarnason og Aston Villa 3:1 fyrir QPR.

Jón Daði lék fyrstu 83 mínúturnar á útivelli gegn toppliði Wolves, en gat ekki komið í veg fyrir stórt tap. Reading er nú í 19. sæti, sex stigum fyrir ofan fallsætin. 

Birkir byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í stöðunni 2:0 fyrir QPR. QPR bætti við marki mínútu síðar en James Chester klóraði í bakkann fyrir Villa. Aston Villa er í 3. sæti deildarinnar með 69 stig. 

Cardiff er í 2. sæti með 76 stig, en Aron Einar Gunnarsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla í 3:1-útisigri á Brentford í dag. 

mbl.is