Gylfi hljóp mest þrátt fyrir meiðslin

Gylfi Þór er vonandi ekki alvarlega meiddur.
Gylfi Þór er vonandi ekki alvarlega meiddur. AFP

Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum á 25. mínútu, hljóp Gylfi Þór Sigurðsson mest allra í 2:0-heimasigri Everton á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Aðeins tveir leikmenn tóku fleiri spretti en Gylfi í leiknum. 

Gylfi hljóp 11,11 km í leiknum og hrósaði Sam Allardyce, knattspyrnustjóri liðsins, honum fyrir vinnusemina í leikslok. 

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin er, en íslenskir knattspyrnuaðdáendur bíða óþreyjufullir eftir fregnum af Gylfa, með von um að hann missi ekki af HM í Rússlandi í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert