Vill frekar einfættan Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton. AFP

Stuðningsmenn Everton eru orðnir mjög ánægðir með frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar með liðinu upp á síðkastið. Fyrr á tímabilinu voru margir ósáttir við landsliðsmanninn, en hann hefur spilað vel í síðustu leikjum.

Everton er í 9. sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur Gylfi verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins. Þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleiknum gegn Brighton á laugardaginn, kláraði Gylfi leikinn.

Stuðningsmenn Everton lofa Gylfa fyrir frammistöðuna í leiknum á Twitter í dag og hafa þeir miklar áhyggjur af hnémeiðslum hans, en ekki er víst hversu alvarleg þau eru. Einhverjir stuðningsmenn eru pirraðir út í Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton, þar sem hann tók Gylfa ekki af velli er hann meiddist. 

Einn stuðningsmaður segist frekar vilja sjá einfættan Gylfa, heldur en að sjá Morgan Schneiderlin, koma í liðið í hans stað. Hér að neðan má sjá nokkrar Twitter-færslur um Gylfa Þór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert