Everton vill krækja í Jones

Phil Jones í leik með Manchester United.
Phil Jones í leik með Manchester United. AFP

Everton hyggst reyna að krækja í miðvörðinn Phil Jones frá Manchester United í sumar að því er breskir fjölmiðlar greina frá í dag.

Jones, sem er 26 ára gamall, hefur ekki verið fyrsta val José Mourinho í miðvarðarstöðuna en Jones er frá vegna meiðsla um þessar mundir og hefur ekki verið með í síðustu leikjum.

Samningur leikmannsins við Manchester United rennur út í sumar en enska blaðið The Times greinir frá því að Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, vilji endurnýja kynni sín við Jones en Jones lék undir stjórn Allardyce hjá Blackburn. Allardyce vill smíða saman nýja vörn fyrir næstu leiktíð og sér fyrir sér að Jones verði lykilmaður í henni.

mbl.is