Salah skoraði fjögur í stórsigri

Mo Salah skorar fyrsta mark leiksins.
Mo Salah skorar fyrsta mark leiksins. AFP

Mo Salah er kominn með 36 mörk fyrir Liverpool á leiktíðinni, en hann skoraði fjögur mörk í 5:0-stórsigri á Watford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enginn hefur skorað eins mikið á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool.

Fyrsta markið kom eftir aðeins fjórar mínútur, en þá skoraði hann eftir sendingu Sadio Mané. Annað markið kom stuttu fyrir leikhlé eftir glæsilega sendingu Andy Robertson og var staðan í hálfleik 2:0. 

Salah lagði upp þriðja markið á Roberto Firmino, en Brasilíumaðurinn skoraði með fallegri hælspyrnu. Salah var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu er hann náði að koma boltanum fram hjá fjölda varnarmanna og í netið. Á 85. mínútu kom svo fjórða markið, er hann fylgdi eftir skoti frá Danny Ings. Egyptinn er kominn með 28 mörk í 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 

Liverpool fór upp í 3. sæti deildarinnar með sigrinum, en Watford er um miðja deild. 

Liverpool 5:0 Watford opna loka
90. mín. Leik lokið Þvílíkur leikur hjá Salah. Liverpool komið upp í 3. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert