„Þeir þurfa að fullorðnast“

Jose Mourinho.
Jose Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt eins og frægt er orðið 12 mínútna ræðu á vikulegum blaðamannafundi sínum í gær.

Þar bað hann stuðningsmenn Manchester United um að sýna þolinmæði þar sem liðið væri í fasa breytinga en sagði einnig að leikmenn sínir þyrftu einfaldlega að fullorðnast. Það myndi gerast með því að takast á við töp, líkt og í leiknum gegn Sevilla í vikunni þar sem United féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, á réttan hátt.

„Þeir þurfa að læra að takast á við væntingarnar og pressuna. Þeir þurfa að læra að komast af. Þegar þeir gera það verða þeir sterkari.

Hið ljúfa líf með engum reiðum stuðningsmönnum og engum gagnrýnendum. Það er ekki gott vegna þess að ef þú vilt búa til alvöru lið með alvöru hugarfar þá þarf það að fullorðnast,“ sagði Mourinho.

„Þeir þurfa því að fullorðnast og besta leiðin til þess er að fá þetta á tilfinninguna. Svo að stuðningsmennirnir hafi ekki minni væntingar. Ég vil að stuðningsmennirnir hafi miklar væntingar vegna þess að ég vil að leikmennirnir hafi það líka,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert